Öryggi á sjó
Fiskveiðar eru ein meginstoð íslensks efnahags. Þessi atvinnugrein er þó með þeim hættulegustu sem til eru, og því miklvægt að bæta öryggi sjómanna eins og kostur er. Forvarnir byggja á þekkingu og þjálfun. Því hefur SSf lagt áherslu á að bæta þekkingu á því hvernig og við hvaða aðstæður slys verða um borð í skipum. Áhersla hefur einnig verið lögð á að bæta þjálfun sjómanna, bæði hér heima og erlendis.
Eitt mikilvægasta tæki til að bæta forvarnir slysa á sjó er áreiðanlegur gagnagrunnur um slys á sjómönnum. Banaslys eru og hafa um árabil verið vel skráð og rannsökuð, en ekki er til jafn gott yfirlit yfir önnur slys til sjós. Einnig hefur greining slysa með tilliti til staðsetningar, áverka o.s.frv. ekki verið nægilega ítarleg eða ekki nýtt til fullnustu. Markmiðið með verkefninu var að setja saman grunn að gagnabanka sem hægt væri að nýta til rannsókna og auðveldar greiningu slysaflokka, ástæður slysa, hverjir verða fyrir þeim og hvar þau eiga sér stað.
Verkefnið var unnið á vegum Siglingastofnunar Íslands og Rannsóknarnefndar sjóslysa.
Verkefnisstjórn
- Gísli Viggósson, deildarstjóri á Siglingastofnun Íslands
- Guðrún Pétursdóttir framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða
- Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna
- Jón Bernódusson, verkfræðingur Siglingastofnun Íslands
- Jón Arilíus Ingólfsson, forstöðumaður Rannsóknarnefndar sjóslysa
Tryggvi Hjörvar meistaranemi í verkfræði vann verkið.
Verkefnisstjóri: Guðrún Pétursdóttir
Mikilvægur þáttur forvarna felst í traustum upplýsingum um hvernig slys ber að höndum. Hverjir slasast og við hvaða aðstæður? Til að draga úr slysum á sjó er til dæmis brýnt að vita hvaða verk var verið að vinna og hvar í skipinu, hvort veður, tími sólarhrings og reynsla sjómannsins hafa áhrif á líkurnar.
Í rannsókn SSf og samstarfsaðila, Slys meðal sjómanna á Íslandi árin 2001-2005, var unnið úr NOMESCO skrám um slys á sjómönnum, sem haldnar hafa verið á LSH frá 2001. Læknarnir Kristinn Sigvaldason og Brynjólfur Mogensen bjuggu skrárnar til úrvinnslu. Friðrik Már Tryggvason læknanemi vann að rannsókninni sem lokaverkefnis til BS prófs.
Verkhópur:
- Birgir Hrafnkelsson dósent og sérfræðingur við Tölfræðimiðstöð H.Í.
- Brynjólfur Mogensen yfirlæknir bráðamóttöku LSH
- Guðrún Pétursdóttir framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða
- Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna
- Kristinn Sigvaldason yfirlæknir gjörgæslu LSH
Verkefnisstjóri: Kristinn Sigvaldason
Grein:
Slys meðal sjómanna á Íslandi árin 2001-2005. Sigvaldason K, Tryggvason FÞ, Pétursdóttir G, Snorrason H, Baldursson H, Mogensen B. Læknablaðið 96: 29- 35, 2010.
Safety and Health, Reykjavik May 10-14 2009
Aðrar skyldar rannsóknir
- Guðrún Pétursdóttir og Tryggvi Hjörvar, Fatal accidents in the Icelandic fishing fleet 1980- 2005, International Maritime Health, 58:47- 58,Gdynia, 2007.
- Tryggvi Hjörvar og Guðrún Pétursdótti, Áhrif fiskveiðistjórnunarkerfa á öryggi á sjó (hlutarannsókn fyrir FAO) (2008), FAO Fisheries and Aquaculture Report No. 888 (2009)
Mikilvægi öryggisfræðslu sjómanna er almennt viðurkennt, þótt því fari fjarri að allar fiskveiðiþjóðir bjóði slíka fræðslu.
Norðurlöndin standa einna fremst í þessum efnum, og þeirra á meðal er Ísland til fyrirmyndar, með Slysavarnarskóla sjómanna sem starfað hefur frá árinu 1985 með frábærum árangri.
SSf hefur staðið fyrir nokkrum verkefnum á þessu sviði, og má þar fyrst telja verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, þar sem borin var saman öryggisfræðsla sjómanna á Norðurlöndum og komið á samstarfi um þróun kennsluefnis fyrir sjómenn.
Stofnun Sæmundar fróða hefur tekið þátt í verkefnum sem miða að því að skilgreina og koma á öryggiskerfi um borð í mismunandi tegundum fiskiskipa.Veigamikilbrannsókn á þessu sviði var unnin til meistaraprófs í verkfræði af Ingimundi Valgeirssyni í samvinnu við útgerðarfyrirtæki. Síðar tók SSF þátt í rannsóknarverkefni á þessu sviði í samstarfi við SINTEF í Þrándheimi og norska fyrirtækið StarAlliance, um þróun öryggiskerfa fyrir skip sem sigla á heimskautaslóðum.
Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, lætur sig öryggismál sjómanna miklu varða, einkum í hinum fátækari hlutum heims, þar sem öryggi er mjög ábótavant og sjóslys geta orðið þess valdandi að heilu fjölskyldurnar fari á vonarvöl.
Guðrún Pétursdóttir vann árið 2000 sem gestavísindamaður við Sjávarútvegsdeild FAO að úttekt á því hvernig FAO gæti komið að því að bæta öryggi á sjó.
Afrakstur þess varð ritið Safety at Sea as an Integral part of Fisheries Management.