Upptökur og hlaðvarp
1. þáttur: HÍ og heimsmarkmiðin (41 mínúta)
Nýtt hlaðvarp, HÍ og heimsmarkmiðin, er komið út samhliða samnefndri viðburðaröð. Í fyrsta þætti ræða Hafdís Hanna Ægisdóttir, PhD, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar HÍ og Fanney Karlsdottir, teymisstjóri Aurora- samstarfs HÍ, um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sjálfbærni og hvernig HÍ og háskólar almennt geta stutt við þau.
Nóvember
HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi (1 tími og 22 mínútur)
Háskóli Íslands, í samvinnu við Sjálfbærnistofnun HÍ, hrindir af stað nýrri lotu í viðburðaröð um brýnustu verkefni og áskoranir sem þjóðir heims standa frammi fyrir. Viðburðaröðin er haldin í samstarfi við forsætisráðuneytið. Fyrsti viðburður fór fram 27. nóvember og var sjónum beint að heimsmarkmiði 16 um frið og réttlæti sem fjallar m.a. um að draga skuli verulega úr hvers kyns ofbeldi.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, opnaði viðburðinn og Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ, flutti erindið "Ofbeldi ungs fólks: Þróun, áhættuþættir og fyrirbyggjandi aðgerðir." Á eftir fylgdu pallborðsumræður, en í pallborði sátu Anna Rut Pálmadóttir, deildarstjóri stoðþjónustu hjá Hraunvallaskóla, Funi Sigurðsson, framkvæmdarstjóri meðferðasviðs hjá Barna- og fjölskyldustofu, Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheill, og Thelma Lind Árnadóttir, fulltrúi barna og ungmenna í Sjálfbærniráði og situr í barna- og ungmennaráði heimsmarkmiðanna. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar HÍ, áttu loks einlægt samtal um stöðu og þróun mála tengdu ofbeldi meðal barna og ungmenna.
Október
Arctic Climate Change Communication (2 tímar og 50 mínútur) viðburðurinn fór fram á ensku
Hliðarviðburður tengdur Arctic Circle haldinn af Rannsóknasetri HÍ á Hornafirði í samvinnu við Listasafn Íslands, Sjálfbærnistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ 19. október.
Apríl
Byggjum framtíð (1 tími og 43 mínútur)
Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands, Norrænt samstarf og Lendager á Íslandi boðuðu til málþings um sjálfbæra mannvirkjagerð þann 26. apríl.
Desember
Hátíð sjálfbærni (1 tími og 59 mínútur)
Sjálfbærnistofnun HÍ stóð fyrir Hátíð sjálfbærni þann 6. desember þar sem tímamótum var fagnað og sjálfbærni rædd frá ýmsum hliðum.
Ágúst
Kolefnismarkaðir og tengsl þeirra við löggjöf og stefnumótun um loftslagsmál (6 tímar og 15 mínútur) enska/íslenska
Málþing Lagastofnunar Háskóla Íslands, í samvinnu við Sjálfbærnistofnun HÍ, þann 23. ágúst um kolefnismarkaði
Júlí
Managing our spillover effects and achieving the SDGs globally. Iceland's side event at HLPF 2023 (1 tími) enska
Hliðarviðburður Íslands á ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun um smitáhrif sem byggir á skýrslu Sjálfsbærnistofnunar um smitáhrif Íslands. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar, tók þátt í pallborðsumræðum.
Maí
Samtal við forsætisráðherra og umræður um sjálfbæra þróun á Íslandi (1 tími og 13 mínútur)
Upptaka frá streymisfundi forsætisráðherra um sjálfbæra þróun á Íslandi þar sem Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar, hélt erindi og tók þátt í umræðum.
Apríl
Um sjálfbæra þróun (4 mínútur og 50 sekúndur)
Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands tók þátt í verkefni forsætisráðuneytisins, Sjálfbært Ísland. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður stofnunarinnar, flutti ávarp á opnum samráðsfundum víðsvegar um landið.
Janúar
Loftslagskvíði - Hvernig lifum við með honum? (1 tími og 2 mínútur)
Hádegisfundur Loftslagsleiðtogans og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun þann 25. janúar þar sem rætt var um loftlagskvíða og leiðir til að lifa með honum.
Desember
COP27 - Hvað svo? / COP27 – Now What? (1 tími og 31 mínútur)
Opinn fundur 2. desember á vegum UNICEF á Íslandi, Ungra umhverfissinna, Félags Sameinuðu þjóðanna, Höfða friðarseturs og Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands. Viðburðurinn fór fram á ensku.
Nóvember
Er ævintýraferðamennska á Íslandi í hættu vegna áhrifa loftslagsbreytinga? (1 tími og 27 mínútur)
Morgunverðarfundur Loftslagsleiðtogans og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun 9. nóvember þar sem rædd voru ævintýra- og náttúrutengda ferðamennsku í ljósi loftslagsvár.
September
Í liði með náttúrunni: Náttúrumiðaðar lausnir í þéttbýli (málþingið byrjar þegar 2 tímar 7 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar af upptökunni)
Málþing 17. september sem var hluti af fundi fólksins, boðið var upp á tvö erindi um blágrænar lausnir í borgarumhverfi og pallborðsumræður.
Maí
Í liði með náttúrunni: Heilbrigð jörð - heilbrigt líf (2 tímar)
Á þessum viðburði þann 25. maí sem er hluti af viðburðarröðinni "Í liði með náttúrunni" voru tengd saman heilbrigði vistkerfa við heilsu og vellíðan manna.
Í liði með náttúrunni: Náttúrumiðaðar lausnir fyrir lýð, loftslag og lífríki (2 tímar og 12 mínútur)
SSf og Norræna húsið buðu til samtals 12. maí um náttúrumiðaðar lausnir og áhrif þeirra í víðu samhengi á viðburðarröðinni "Í liði með náttúrunni".
Mars
Víðerni í víðu samhengi: Kortlagning, verndun og upplifun (6 tímar og 32 mínútur)
SSf stóð fyrir málþingi um víðerni í samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð í Norræna húsinu 25. mars.
Nóvember
Synthesizing Sustainability - Multispecies Storytelling and Plant Blindness (1 tími og 53 mínútur)
Sjálfbær samruni – fjölbreytt sjónarhorn lífvera og plöntublinda er hluti af viðburðarröðinni Sjálfbær samruni og var haldinn 25. nóvember í samstarfi við Norræna húsið. Viðburðurinn fór fram á ensku.
Í kjölfar COP26 (1 tími og 6 mínútur)
Á fundinum 18. nóvember var farið yfir hvað gerðist á Loftslagsráðstefnunni í Glasgow, hvaða þýðingu það hefur fyrir Ísland, hverjar framtíðarhorfur Parísarsamkomulagsins eru og hver eru brýnustu verkefnin framundan.
Sjálfbær samruni - frásagnir, mannleg samskipti og vitundarvakning (1 tími og 57 mínútur)
SSf stóð að viðburðaröðinni í samstarfi við Norræna húsið og er markmiðið að efla samtal milli lista og vísinda og varpa ljósi á mikilvægi skapandi greina í vegferðinni að sjálfbærri framtíð. Á þessum viðburði 11. nóvember var sjónum beint að sögum eða „narratívum“ samtíma okkar; samskiptum, hlustun og von.
Október
Sjálfbær samruni – listir, vísindi og miðlun þekkingar (2 tímar og 56 mínútur)
Opnunarviðburður viðburðarraðarinnar Sjálfbærs samruna 28. október þar sem komu saman einstaklingar með ólíkar nálganir að þeim stóru umhverfislegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir og veltu upp spurningum um hvað miðlun þekkingar er og hvers vegna hún er mikilvæg fyrir sjálfbæra framtíð.
Building Trust for Sustainable Peace (4 tímar og 50 mínútur)
Friðarráðstefna Höfða friðarseturs, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands í samstarfi við utanríkisráðuneytið, Stofnun Sæmundar fróða og Jafnréttisskólann (GRÓ GEST) fór fram 8. október. Viðburðurinn fór fram á ensku.
September
Málþing um fjölbreytni lífs í nútíð og framtíð (2 tímar og 54 mínútur)
Málþing um fjölbreytni, ástand, mikilvægi og sérstöðu lífríkis Íslands 17. september. Málþingið var haldið af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í samvinnu við SSf.
Corporate Social Responsibility in the Arctic (2 tímar og 3 mínútur)
Bókin Corporate Social Responsibility in the Arctic - The New Frontiers of Business, Management, and Enterprise eftir þær Gisele M. Arruda, prófessor frá Háskólanum í Aberdeen í Skotlandi, og Láru Jóhannsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands, var kynnt í Hátíðasal HÍ 14. september. Auk höfunda tóku hr. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, Donald Hislop, prófessor, dr. Nathalie Hilmi, vísindamaður, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður, og Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri þátt í viðburðinum. Viðburðurinn fór fram á ensku.
Hér má nálgast upptökur af viðburðum sem Sjálfbærnistofnun HÍ hefur komið að.