Um stofnunina
Sjálfbærnistofnun HÍ, þá Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands, tók til starfa í júní 2006. Stofnunin er rannsókna- og kennslustofnun á sviði sjálfbærrar þróunar og þverfræðilegra viðfangsefna. Umhverfi, samfélag og efnahagur eru þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar og rannsóknir á þessu sviði ná því til margra fræðigreina.
Stofnunin er ætlað að efla þverfræðilegar rannsóknir innan Háskóla Íslands og í samstarfi við aðra aðila innanlands og utan. Stofnunin stendur einnig fyrir málþingum og fyrirlestrum á sviði umhverfismála og starfsfólk hennar kemur að kennslu á ýmsum sviðum háskólans.
Sjálfbærnistofnun HÍ heyrir undir öll svið Háskóla Íslands sameiginlega, og tilnefa forsetar allra sviða mann í stjórn stofnunarinnar. Stofnunin er vistuð hjá félagsvísindasviði.