Hlutverk

Meginhlutverk Sjálfbærnistofnunar HÍ er að vera vettvangur fyrir þverfræðilegar rannsóknir háskólakennara, sérfræðinga og framhaldsnema á sviði sjálfbærrar þróunar.

Stofnunin skal leitast við að efla slíkar rannsóknir við Háskóla Íslands, m.a. með samvinnu við deildir og aðrar stofnanir háskólans. Þá skal stofnunin vera samstarfsvettvangur við aðila utan háskólans, svo sem stjórnvöld, sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.

Ennfremur skal stofnunin eftir föngum:

  1. taka virkan þátt í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi
  2. veita kennurum og framhaldsnemum rannsóknaraðstöðu á sviðum stofnunarinnar
  3. veita sérfræðiaðstoð, ráðgjöf og annast fræðslustarfsemi, en þessi verkefni eru unnin gegn greiðslu eftir því sem við á
  4. styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf á fræðasviðum stofnunarinnar
  5. stuðla að hagnýtingu nýjunga á fræðasviðum stofnunarinnar.