Veitur og heilsa
Vatnaskil. Áhrif vatns- og fráveitu á heilsufar Reykvíkinga 1890-1940
Þessi rannsókn fjallar um mikilvægi vatns- og fráveitu fyrir heilsu Reykvíkinga.
Rakið er upphaf vatns- og fráveitu í Reykjavík og gerð grein fyrir hugmyndum lækna um tengsl vatnsskorts og óþrifnaðar við heilsufar og hvaða væntingar þeir höfðu til Vatnsveitu Reykjavíkur um aldamótin 1900. Meginþungi rannsóknarinnar er á að meta hver áhrif, fyrst og fremst, Vatnsveitu Reykjavíkur, en einnig fráveitu voru á heilsufar fólks.
Jafnframt er dregin upp mynd af heilsufari fyrir daga vatnsveitunnar. Að auki er fjallað um útbreiðslu hreinlætistækja, almenningsfræðslu og viðhorfsbreytingar í garð þrifnaðar á fyrri hluta 20. aldar.
Verkið var unnið í samvinnu SSf og Sagnfræðideildar H.Í.
Anna Dröfn Ágústsdóttir vann rannsóknina sem lokaverkefni til meistaraprófs í sagnfæði 2011.