Header Paragraph

Ný útgáfa Sjálfbærniskýrslu HÍ komin út

Image
3 konur labba á háskólasvæðinu í haustlitunum

Við vekjum athygli á að ný Sjálfbærniskýrsla HÍ er komin út, á íslensku og ensku. Skýrslan tekur fyrir rannsóknir, nám og kennslu, samfélagsleg áhrif og samvinna, rekstur og stjórnun, og framtak stúdenta við HÍ sem áttu sér stað árið 2023. 

Við hvetjum til þess að fólk kynni sér það fjölbreytta starf sem á sér stað innan HÍ tengt sjálfbærni og heimsmarkmiðunum.

Í skýrslunum er horft yfir víðfeðmt starf HÍ út frá sjálfbærni og eru þær mikilvægt skref fyrir HÍ að verða leiðandi á sviði sjálfbærni. Sjálfbærnihugsun innan og utan HÍ er komin til að vera og eru árlegar sjálfbærniskýrslur mikilvægt verkfæri til að leggja mat á og vekja athygli á stöðu og mikilvægi sjálfbærni í öllu starfi skólans.