Header Paragraph

Vilt þú sækja um þátttöku í ARCADE?

Image

ARCADE er 10 mánaða langt námskeið fyrir meistara- og doktorsnema þar sem leitast er við að finna nýstárlegar leiðir til þess að takast á við áskoranir norðurslóða á umbrotatímum með námskeiði sem að leggur áherslu á að efla leiðtogahæfni og skapandi lausnir frá þverfræðilegu sjónarhorni. Markmið ARCADE er að bjóða upp á þverfaglegt námskeið sem að styður við nýsköpun og byggir á vönduðum rannsóknum ólíkra fræðasviða til þess að bregðast við þeim margvíslegu áskorunum sem steðja að norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga.

Umsókn skal senda á arcade@hi.is með kynnisbréfi (800-1000 orð), ferilskrá og yfirlit yfir námsferil fyrir 5. nóvember!

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ARCADE.