Sjálfbær nýting sjávarauðlinda

Sjálfbær nýting náttúruauðlinda er óhjákvæmilega viðfangsefni Stofnunar Sæmundar fróða. Þar eru auðlindir sjávar eðlilega hátt á blaði. Verkefni SSF á því sviði endurspegla að Stofnun Sæmundar fróða varð til árið 2006 við samruna Sjávarútvegsstofnunar og Umhverfisstofnunar HÍ.

Stofnun Sæmundar fróða er einn af stofnendum Hafsins – Öndvegisseturs um sjálfbæra nýtingu og vernd hafsins en aðild eiga helstu fyrirtæki og stofnanir á sviði sjávarútvegs. Hafið hefur unnið að fjölmörgum verkefnum, m.a. samið Vegvísi um vistvænan sjávarútveg og haftengda starfsemi á Íslandi og unnið að Aðgerðaáætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum – með áherslu á ratengingar til skipa í höfn.

Í verkefninu er rafrænn upplýsingagrunnur fyrir stjórnendur í sjávarútvegi, þ.m.t. rafrænar afladagbækur, þróaður frekar og aðlagaður þörfum sjávarútvegsins í Færeyjum.

Verkefnið var unnið í samvinnu við Radíómiðun hf. og ComData í Færeyjum.

Verkhópur:

  • Radíómiðun h.f.
  • Comdata, Færeyjum

Fjármögnun:

Verkefnið var styrkt af NORA.

Verkefnisstjóri:

Dr. Guðrún Pétursdóttir

SHEEL er ensk skammstöfun fyrir FP6 verkefni stutt af Evrópusambandinu um „öruggar og samhæfðar evrópskar  rafrænar afladagbækur“, Secure and Harmonised European Electronic Logbooks.

Markmiðið var  að finna leiðir til að koma rafrænum upplýsingum um afla frá fiskiskipum meðan veiðiferð stendur í stað skýrsla á pappír sem skilað er síðar.

Verkefnið var liður í undirbúningi reglugerðar um rafrænar afladagbækur fyrir fiskveiðiflota Evrópusambandsins. Starfstími verkefnisins var 2004-6.

Sjávarútvegsstofnun H.Í., Radíómiðun h.f., Ásverk ehf. og Fiskistofa stjórnuðu veigamiklum þáttum þessa verkefnis.

Rafrænar afladagbækur voru lögleiddar á Íslandi 2020

Í verkefninu var rafrænn upplýsingagrunnur fyrir stjórnendur í sjávarútvegi, þ.m.t. rafrænar afladagbækur, þróaður frekar og aðlagaður þörfum sjávarútvegsins í Færeyjum.

Verkefnið var unnið í samvinnu við Radíómiðun hf. og ComData í Færeyjum.

Verkhópur:

  • Radíómiðun h.f.
  • Comdata, Færeyjum

Fjármögnun:

Verkefnið var styrkt af NORA. 

Verkefnisstjóri:

Dr. Guðrún Pétursdóttir

Kynningar:

Fyrir hagsmunaaðila í sjávarútvegi í Færeyjum. 

Catch, Effort and Discard Estimates in Real Time (CEDER)

Uncertainties in human activities contribute significantly to the overall uncertainty in the assessment of stocks and in the estimated impact of management advice. However the current widespread deployment of modern technologies such as the Vessel Monitoring System (VMS) and electronic logbooks to record and communicate fishing activities have the potential not only to improve the accuracy of such data but also increase its spatial precision and to reduce the time it takes to arrive at the desktops of fisheries stakeholders - shipowners, producer organizations, authorities, scientists - thus opening up a new set of possibilities for a more responsive fisheries management.

The  primary objective of this project was to harness these technologies to provide more accurate and more timely information on catches, effort, landings, discards and quota and TAC uptake and to assess the benefits of this information for fisheries management.

The project will proceed in three phases.

Verkhópur á  Íslandi:

  • Tryggvi Hjörvar meistaranemi í verkfræði, sem vann rannsóknina
  • Fiskistofa
  • Páll Jensson professor íverkfræði
  • Guðrún Pétursdóttir

Verkefnisstjóri íslenska hlutans:

  • Guðrún Pétursdóttir 

The FP7 EU-project Comparative Evaluations of Innovative Solutions in European fisheries management (CEVIS) assessed potential innovations for European fisheries management regimes in respect to four general management objectives: biological robustness; economic efficiency; the cost effectiveness of management activities; and socia robustness. CEVIS examined four types of regime-level innovations: the use of participatory approaches to fisheries governance; rights-based regimes; effort-control regimes and decision-rule systems.

Samstarfsaðilar:

CEVIS er fjölþjóðlegt rannsóknarvrkefni sem stutt er af ESB.

Fjármögnun:

  • ESB

Verkhópur á Íslandi:

  • Richard Bilocca
  • Geir Oddsson
  • Guðrún Pétursdóttir 

Verkefnisstjóri íslenska verkhlutans:

  • Guðrún Pétursdóttir

Rit:

  • Evaluating biological robustness of innovative management alternatives. Bastardie F, Baudron A, Bilocca R, Boje J, Bult TP, Garcia D, Hintzen N, Nielsen JR, Petursdottir G, Sanchez S, Ulrich C. In Comparative Evaluations of Innovative Fisheries Management - Global Experiences and European Prospects ed. Hauge &Wilson: 119- 143 Springer 2009.

 

Hlutfall þorskafurða sem hafa farið í vinnslu frosinna og ferskra flaka er um 45 prósent af heildarafla í lögsögu Íslands. Aukin þekking og skilningur áeiginleikum hráefnis sem tengja má við verðgildi vörunnar eru því afar mikilvæg.

Verkefnið fól í sér rannsóknar og þróunarvinnu til að auka arðsemi þorskvinnslu með því að þróa aðferðir til þess að meta vinnslugæði.

Í verkefninu var safnað upplýsingum um helstu þætti sem hafa áhrif á gæði og vinnslunýtingu þorskafla. Mælingarnar voru gerðar í samvinnu við útgerðarfyrirtæki í meira en ár, fyrst og fremst á á þorski sem veiðist úti fyrir Vestfjörðum og Austurlandi.

Samstarfsaðilar:

Verkefnið var unnið í samvinnu Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, Háskóla Íslands og ýmissa útgerðarfyrirtækja.

Verkhópur:

Sveinn Margeirsson verkfræðingur vann að verkefninu í doktorsnámi sínu

Fjármögnun:

Verkefnið var stutt af Rannís og AVS.

Verkefnisstjóri:

Sigurjón Arason á Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins

Kynning:

Doktorsritgerð Sveins Margeirssonar: Processing for castoff cod: decision making in the cod industry based on recording and analysis of value chaindata. Matís og verkfræðideild H.Í. 2007 

 

Samstarf um Hagnýtingu Evrópuverkefna vegna REkjanleika Matvæla - SHEREM 2

Verkefnið SHEREM 2 fór fram á vegum Nýherja í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, Samherja, SÍF og Háskóla Íslands.

Viðskiptaáætlunin miðaðist við að útbreiðsla ytri rekjanleikalausna verði fyrir tilstuðlan krafna um arðsemi. Viðskiptamódelið byggði á  nýtingu niðurstaðna Evrópuverkefna á sviði ytri rekjanleika matvæla nýttr og tekið mið af fyrirséðum breytingum í viðskiptaumhverfinu sem m.a. má rekja til aukinna opinberra krafna um rekjanleika.

Niðurstaðan var frumgerð vefkerfis fyrir framleiðslugögn um matvælaframleiðslu frá mismunandi fyrirtækjum. Verkefnið gekk í stórum dráttum eftir miðað við það sem lagt var af stað með í upphafi. Ýmsir hlutar kerfisins reyndust þó viðameiri í útfærslu en ráðgert var, sem hafði áhrif á endanlega niðurstöðu.

Þátttakendur:

  • Nýherji hf.
  • Háskólinn í Reykjavík
  • Samherji hf.
  • SÍF
  • Háskóli Íslands

Fjármögnun:

Verkefnið var stutt af Tækniþróunarsjóði að hámarki 50% af útlögðum kostnaði, alls 4.700 þúsund krónur.

Verkefnissjtóri:

  • Viktor Jens Vigfússon

Afrakstur verkefnisins er frumgerð vefkerfis auk hönnunarskýrslu.

Markmið verkefnisins var að kanna fýsileika þess að safna í samræmdan gagnagrunn fáanlegum upplýsingum um dýpi áhafsvæðum í íslenskri lögsögu. Ýmsir aðilar, innlendir og erlendir, hafa safnað dýpisupplýsingum um þetta svæði. Sumir beinlínis vegna sjókortagerðar eða rannsókna á hafdýpi, aðrir hafa mælt dýpi meðfram öðrum rannsóknum, án þess að ætlunin væri að gefa út sjókort, t.d. við rannsóknir á fiskigengd, vegna hafréttarlegra krafna, vegna lagningar sæstrengja, o.s.frv. Þá eru ótaldar þær upplýsingar sem skipstjórar hafa safnað við veiðar, en með batnandi dýptarmælum og staðsetningartækni verða slíkar upplýsingar æ nákvæmari og áreiðanlegri.

Til þessa hafa sjófarendur eingöngu getað stuðst við útgefin sjókort og dýptarupplýsingar sem þeir sjálfir hafa safnað eða fengið hjá öðrum. Þetta er í fyrsta sinn sem tilraun er gerð til að safna saman og samkeyra dýpisupplýsingar frámörgum ólíkum aðilum. Slíkum gagnagrunni væri ekki ætlað að vera vísindalegt tæki, heldur fremur hagnýt stoð fyrir sjófarendur, sem gæti komið að góðum notum, einkum á svæðum þar sem upplýsingar að baki sjókortum eru gisnar. Rafræn skráning og framsetning auðveldar endurnýjun grunnsins. Með því að færa inn nýjar mælingar eftir því sem þær berast, gæti slíkur grunnur orðið lifandi brunnur upplýsinga sem færu sífellt batnandi eftir því sem tækninni fer fram.

Verklag fólst í því að fá aðgang að sem mestum dýpisupplýsingum frá ólíkum aðilum, setja þær á samræmt tölvutækt form og smíða utan um þær venslagrunn sem leyfði fyrirspurnir af ýmsu tagi, samkeyra síðan upplýsingarnar til að kanna innbyrðis samræmi og hreinsa að lokum burt augljósar villur. Einnig voru færðar í grunninn tiltækar upplýsingar um flök og aðrar festur á hafsbotni, sem skaðað geta veiðarfæri.

Samstarf:

Verkefnið var unnið í samvinnu Radíómiðunar hf, Sjómælingasviðs Landhelgisgæslu Íslands og Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands.

Fjármögnun:

Styrkir úr Umhverfis- og Upplýsingaáætlun Rannsóknaráðs Íslands árin 2001 og 2002.

Verkhópur:

  • Hlynur Stefánsson og fleri sérfræðingar hjá Aðgerðagreiningu hf.  (AGR) unnu að verkefninu.
  • Kristján Gíslason forstjóri Radíómiðunar h.f.
  • Árni Þór Vésteinsson, Sjómælingasviði Landhelgisgæslu Íslands vann MSc ritgerð sína við verkefnið 

Verkefnisstjóri:

  • Guðrún Pétursdóttir. 

Rit:

  • Guðrún Pétursdóttir: Samræmdur gagnagrunnur um landgrunn Íslands, 1-23. Sjávarútvegsstofnun H.Í.Reykjavík 2003.
  • Árni Þór Vésteinsson (Meistararitgerð í landfræði). Verkefni: Dýptarmælingar á landgrunni Íslands og staðall IHO. Verkfræði- og raunvísindadeild H.Í. 2005.