Úttekt Sjálfbærnistofnunar á alþjóðlegum smitáhrifum Íslands
Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands vann að beiðni íslenskra stjórnvalda úttekt á stöðu smitáhrifa Íslands og hefur skýrslan verið birt á vef Stjórnarráðsins. Í skýrslunni má meðal annars finna mat á stöðu smitáhrifa Íslands og tillögur að næstu skrefum til þess að lágmarka neikvæð áhrif landsins, en með smitáhrifum er átt við hvernig aðgerðir innan hvers ríkis hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á getu annarra ríkja til að ná heimsmarkmiðunum.
Smitáhrif er viðamikið og flókið hugtak og getur það reynst erfitt að mæla smitáhrif ríkja. Sá alþjóðlegi mælikvarði sem þó mest hefur verið notaður við mat á smitáhrifum heimsmarkmiðanna flokkar þau í eftirfarandi þrjár víddir:
- Umhverfis- og félagsleg áhrif alþjóðaviðskipta,
- Áhrif á efnahag og fjármál annarra ríkja og
- Friðargæsla og öryggi.
Til að meta smitáhrifin er afar mikilvægt að afla gagna og nota til þess viðurkenndar mæliaðferðir en vegna skorts á gögnum hefur hingað til ekki reynst mögulegt að meta smitáhrif ríkja á alþjóðavísu að fullu.
Í úttekt Sjálfbærnistofnunar má sjá að þrátt fyrir að efnamestu ríkjum heims, norrænu ríkjunum þar á meðal, gangi almennt vel að innleiða heimsmarkmiðin heima fyrir þá koma þau illa út þegar kemur að neikvæðum smitáhrifum á önnur ríki eða svæði. Ísland er til að mynda í 158. sæti þeirra 163 landa sem smitáhrif hafa verið metin fyrir og í neðsta sæti af norrænu ríkjunum. Ekki er því nóg fyrir ríki að huga einungis að innleiðingu heimsmarkmiðanna innanlands heldur þarf einnig að vinna markvisst að því að minnka neikvæð smitáhrif svo þau skerði ekki tækifæri annarra ríkja, sér í lagi fátækari ríkja, til að ná heimsmarkmiðunum heima fyrir.
Flest ríki eru á byrjunarreit þegar kemur að því að gera grein fyrir og kortleggja smitáhrif sín. Hins vegar hefur ýmislegt verið gert sem óbeint vinnur gegn neikvæðum smitáhrifum bæði með laga og markmiðasetningu. Afar mikilvægt er að smitáhrif séu tekin föstum tökum og lagðar séu fram skýrar aðgerðir til að sporna við neikvæðum afleiðingum þeirra.
Niðurstöður úttektarinnar sýna að helstu neikvæðu smitáhrif Íslands eru tengd mikilli neyslu og innflutningi auk þess sem hringrásarhagkerfið er enn óþroskað og benda nýlegar rannsóknir til að kolefnisspor Íslendinga sé með því hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með í reikninginn.
Við framkvæmd úttektarinnar var leitað til sérfræðinga og voru þeir sammála um að mikið og þarft verk lægi fyrir stjórnvöldum til að ná utan um og vinna gegn neikvæðum smitáhrifum Íslands. Helstu verkefnum væri hægt að skipta upp í eftirfarandi atriði:
- Skýr framtíðarsýn, markmið og aðgerðaráætlun,
- Betri yfirsýn yfir smitáhrif Íslands,
- Efla hringrásarhagkerfi og minnka neyslu og
- Hækka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.
Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands lagði því til að fjórar aðgerðir verði settar í forgang:
- Setja fram skýra framtíðarsýn, markmið og fjármagnaða aðgerðaráætlun,
- Koma á samráðsvettvangi um gagnaöflun og mælingar í tengslum við smitáhrif Íslands,
- Auka rannsóknir og gagnaöflun og
- Innleiða græna hvata, græna skatta og stefnu um græn opinber innkaup.
Mikil tækifæri eru til staðar fyrir íslensk stjórnvöld og íslenskt samfélag til að gera betur þegar kemur að smitáhrifum, en með frumkvæði sínu hefur Ísland alla burði til að verða leiðandi á alþjóðavettvangi í þessum málaflokki. Mikið verk er framundan og því ekki seinna að vænna en að byrja strax og hvetja önnur ríki til að gera slíkt hið sama.
Gaman er því að sjá að íslensk stjórnvöld hafa nú lagt aukna áherslu á að kortleggja og kynna smitáhrif Íslands. Í tengslum við það mun Ísland standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Streymi frá viðburðinum hefst kl. 14 í dag, þriðjudaginn 11. júlí. Viðburðurinn fer fram á ensku en rætt er við leiðandi vísindafólk og sérfræðinga á sviði sjálfbærrar þróunar, bæði íslenska og erlenda, um smitáhrif og hvað megi gera til sporna við þeim.
----------------
The Sustainability Institute’s Evaluation of Iceland’s International Spillover Effects
The Sustainability Institute of the University of Iceland carried out an evaluation about the status of Iceland’s spillover effects at the request of the Prime Minister’s Office. The report has now been published on the website of the Government of Iceland (in Icelandic). The report provides, among other things, an assessment of the status of Iceland’s spillover effects as well as recommendations for the Government’s next steps in order to minimise Iceland’s negative spillover effects. Spillover effects refer to the positive or negative impact that one country’s actions can have on other countries’ ability to achieve the SDGs.
Spillover effects is a complex concept, and it can prove difficult to fully measure a state‘s spillover effects. Comprehensive efforts are, however, underway to assess, measure, and address spillover effects in order to contribute positively to the global efforts towards sustainable development. The international standard generally used to measure spillover effects categorises them into three dimensions:
- Environmental and social spillovers embodied into trade,
- Spillovers related to economic and financial flows,
- Peacekeeping and security spillovers.
Accurate and comprehensive data, as well as internationally agreed-upon analytical methods and models, are vital for measuring spillover effects. Unfortunately, due to a lack of data, international spillovers have not been fully measured to date.
The Sustainability Institute‘s evaluation showcases that while the most prosperous countries in the world, including the Nordic countries, have made significant progress in implementing the SDGs domestically, they have also been found to generate significant negative spillover effects. Iceland, for example, ranks 158th of the 163 states with available data, indicating a high level of negative spillover effects. Iceland has the lowest ranking among the Nordic countries. Thus it is clear that it is insufficient for states to focus solely on implementing the SDGs domestically, they must also actively work to mitigate negative spillovers that hinder the opportunities of developing nations to achieve the SDGs at home.
Most states are in the early stages of acknowledging and mapping their spillover effects. However, indirect efforts have been made through legislation and policy to counteract negative spillovers. It is crucial that spillover effects are given due consideration, and decisive actions are taken to prevent their adverse consequences.
The conclusions of the Sustainability Institute’s evaluation show that Iceland generates significant negative spillover effects, particularly in relation to the consumption of goods and large number of imports, alongside the primitive state of the circular economy. Recent studies indicate that Iceland’s carbon footprint is among the largest in the world when all imported goods are taken into account.
Consulted experts agreed that significant work lies ahead for Icelandic authorities to address and combat these negative spillover effects. The main objectives could be divided into the following aspects:
- Establish a clear vision, goals, and action plan,
- Enhance understanding of Iceland’s spillover effects,
- Promote the circular economy and reduce consumption, and
- Increase Iceland’s contribution to international development cooperation.
The Sustainability Institute of the University of Iceland therefore proposed prioritising four actions:
- Present a clear vision, goals, and funded action plan,
- Establish a consultation platform for data collection and measurements related to Iceland’s spillover effects,
- Increase research and data collection efforts, and
- Implement green incentives, green taxes, and a strategy for green public procurement.
There are great opportunities for both the Icelandic government and Icelandic society to do better when it comes to spillover effects. With its initiative, Iceland has the potential to become a pioneer in mitigating negative spillover effects and a leader within the international community. There is great work ahead so we must start now and encourage other countries to do the same.
It is delightful to see that the Icelandic government has now placed an increased emphasis on mapping and presenting Iceland‘s spillover effects. In that regard, Iceland will specifically address international spillover effects at a side event at the High-Level Political Forum in New York, organised by the Icelandic government. The event will be streamed at 2 PM (GMT) today, July 11th. The event will be held in English, where leading scientists and experts in the field of sustainable development, both Icelandic and foreign, will be interviewed about spillover effects and what can be done to minimise them.