Verndarar Sjálfbærnistofnunar

Sjálfbærnistofnun á því láni að fagna að hafa eignast einstaka bandamenn, sem láta sig velferð hennar varða. Þetta þríeyki eru öflugustu baráttumenn umhverfisverndar í heiminum í dag, Sir David Attenborough, Dr Jane Goodall, og Dr David Suzuki. Þau hafa öll verið í beinum tengslum við Sjálfbærnistofnun og stutt við starf hennar með heimsóknum, fyrirlestrum og ávörpum.