Header Paragraph

Stofnun Sæmundar fróða verður Sjálfbærnistofnun HÍ

Image
Fólk á gangi fyrir utan Háskólatorg

Nafni Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir við Háskóla Íslands hefur verið breytt í Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands.

Stofnunin hefur verið starfrækt allt frá árinu 2006 og hefur frá upphafi stýrt og tekið þátt í ýmsum rannsóknum og öðru starfi sem tengist sjálfbærni. Að sögn Hafdísar Hönnu Ægisdóttur, forstöðumanns stofnunarinnar, var ákveðið að breyta nafninu þar sem það þykir meira lýsandi fyrir starf stofnunarinnar og í anda annarra stofnana innan Háskóla Íslands.

Lesa má nánar um nafnabreytinguna á vef HÍ.