Header Paragraph

SSf hlýtur styrk Norrænu ráðherranefndarinnar

Image

Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun hlaut á dögunum styrk frá Norrænu ráðherranefndinni til að vinna að handbók fyrir stjórnvöld um náttúrumiðaðar lausnir. Norska vatnarannsóknarstofnunin (NIVA) leiðir verkefnið og eru aðrir samstarfsaðilar Norion í Danmörku, VTT í Finnlandi og Ensucon AB í Svíþjóð.

Verkefnið A-DVICE (Advice for policy development to implement, mainstream and upscale nature-based solutions in the Nordics) miðaðar að því að styðja við stefnumótun stjórnvalda á Norðurlöndum með því að útbúa notendavæna handbók um náttúrumiðaðar lausnir.

Verkefnið er til tæpra tveggja ára og er lagt upp með að handbókin verði aðgengileg í vefútgáfu í lok árs 2024.