Header Paragraph
BEFoRE rannsóknarhópurinn á Íslandi
Í síðustu viku hélt Sjálfbærnistofnun vinnufund í tengslum við alþjóðlegt verkefni (BEFoRE - BEnefits For REstoration) sem stofunin tekur þátt í með alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum (IUCN) og háskólanum í Sao Paulo í Brasilíu. Í þessu 3 ára þverfaglega verkefni metum við félagslegan og vistfræðilegan árangur vistheimtar á Íslandi og í Brasilíu og tengjum saman félagslega þætti við endurheimt vistkerfa, líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og sjálfbærni. Einnig verður leitað svara við því hvernig unnt er að nýta þá þekkingu sem kemur út úr verkefninu til að t.d. skala upp endurheimtarverkefni á heimsvísu.
Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni.
Image
Image
Image