Header Paragraph

Opinn hádegisfundur: Hvernig ræðum við um heilsu jarðar á uppbyggilegan hátt?

Image
Anilla Till

Sjálfbærnistofnun HÍ heldur opinn hádegisfund um jákvæða umhverfismiðlun þann 16. apríl nk. kl. 12-13 í stofu HT 101 á Háskólatorgi.

Heilsu jarðar fer versnandi. Þó flest fólki fagni umhverfisvænu framtaki og lausnum þá eigum við oft erfitt með að breyta hegðun okkar þegar á hólminn er komið. Hver er ástæðan og hvernig getum við breytt því?

Á hádegisfundinum 16. apríl næstkomandi mun Anilla Till, doktorsnemi og sérfræðingur í umhverfismiðlun, fjalla um hvernig við getum ýtt undir umhverfisvænni hegðun með það að markmiði að bæta heilsu jarðar. Hvernig getum við með uppbyggilegri umræðu hvatt til þess að fólk taki upp sjálfbærari lífstíl og tileinki sér hugarfar sjálfbærni?

Anilla Till er doktorsnemi við Corvinus háskólann í Búdapest. Hún er þessa stundina gestur Sjálfbærnistofnunar í gegnum skiptinám. Hún rannsakar jákvæða umhverfismiðlun og leitar leiða til að ræða heilsu jarðar á uppbyggilegan hátt. Anilla er einnig sérfræðingur í miðlun sjálfbærni í markaðsetningu vörumerkja og menntun.

Fundurinn er ókeypis, öllum opinn og fer fram á ensku.