Header Paragraph

Önnur staðnámsvika ARCADE námskeiðsins á Íslandi

Image
Arcade hópur við Urriðafoss

Í síðustu viku fór önnur staðnámsvika Arcade námskeiðsins fram á Íslandi. Þar kom saman flottur hópur nemenda úr ýmsum fræðigreinum sem eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á málefnum norðurslóða. 

ARCADE er þverfaglegt námskeið sem að byggir á að styðja við nýsköpun og að tengja saman rannsóknir og sérhæfingu ólíkra fræðasviða til þess að bregðast við þeim margvíslegu áskorunum sem steðja að norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga. 

Á Íslandi fengu nemendur meðal annars kynningu hjá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, sóttu Hellisheiðarvirkjun heim og fengu fyrirlestra frá innlendum og erlendum sérfræðingum á málefnasviði norðurslóða og loftslagsmála. Þá fór hópurinn í þriggja daga vettvangsferð á Hala í Suðursveit þar sem áhersla var lögð á  afleiðingar loftslagsbreytinga á vistkerfi og nærsamfélög. Í Suðursveit fékk hópurinn Þorvarð Árnason frá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Hornafirði til liðs við sig. 

Næsta staðnámsvika fer fram í Nuuk, Grænlandi í ágúst og mun 10 mánaða námskeiði ljúka á Arctic Circle í október. 

Að námskeiðinu koma Rannsóknasetur um norðurslóðir og Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands í samstarfi við Ilisimatusarfik háskólann í Nuuk, UiT Norges arktiske universitet í Tromsø, The Arctic Initiative við Kennedy skólann við Harvard háskóla og Hringborð norðurslóða, Arctic Circle.

Nánari upplýsingar um ARCADE má finna á heimasíðu námskeiðsins.

 

Myndir frá Íslandsvikunni

Image
Arcade fyrirlestur

 

Image
Fjallaganga

 

Image
Hlustað á jöklana

 

Image
Fyrirlestur í Hlöðunni í Hala í Suðursveit

 

Image
Gengið á jökli