Header Paragraph

Nýtt hlaðvarp: HÍ og heimsmarkmiðin

Image
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Sjálfbærnistofnun hefur samhliða viðburðaröðinni HÍ og heimsmarkmiðin gefið út nýtt samnefnt hlaðvarp.

Í fyrsta þætti ræða Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar HÍ og Fanney Karlsdóttir, teymisstjóri Aurora- samstarfs HÍ, um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sjálfbærni og hvernig HÍ og háskólar almennt geta stutt við þau.

Í öðrum þætti, sem beinir sjónum að heimsmarkmiði 16 um frið og réttlæti og í því samhengi ofbeldi meðal barna og ungmenna, ræðir Hafdís Hanna við Önnu Rut Pálmadóttur, deildarstjóra stoðþjónustu hjá Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, og Funa Sigurðsson, framkvæmdarstjóra meðferðasviðs hjá Barna- og fjölskyldustofu. Anna Rut og Funi hafa bæði víðtæka þekkingu á málefninu og tóku þátt í fyrsta fundinum í nýrri lotu viðburðaraðarinnar sem fram fór í lok nóvember.

Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við Markaðs- og samskiptasvið og forsætisráðuneytið.