Miðlun loftslagsbreytinga á norðurslóðum
Vísindafólk og íbúar á norðurslóðum hafa lengi reynt að vekja athygli á miklum hraða loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Loftslagsmiðlun verður þema málþingsins, þar sem tekist verður á við spurningar um hvort það skipti máli hvernig við miðlum loftslagsbreytingum? Þurfum við að endurskoða nálgun okkar á loftslagsmiðlun?
Þessar spurningar voru til umræðu á málþinginu Miðlun loftslagsbreytinga á norðurslóðum (e. Arctic Climate Change Communication) sem fram fór í Safnahúsinu laugardaginn 19. október í tilefni Arctic Circle ráðstefnunnar. Rannsóknasetrið á Hornafirði bauð til málþingsins í samstarfi við Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Listasafn Íslands. Á málþinginu mátti heyra á fjölbreytt og spennandi erindi og pallborðsumræður vísindafólks og listamanna um miðlun loftslagsbreytinga á norðurslóðum.
Eftir málþingið var gestum boðið að skoða sýninguna Viðnám – samspil myndlistar og vísinda sem er til sýningar í Safnahúsinu.
Upptöku af viðburðinum má nálgast hér. Viðburðurinn fer fram á ensku.