Málþing 12. sep. Ábyrgð stórfyrirtækja: Hagrænir hvatar til að draga úr hamfarahlýnun
Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands og Norræna húsið bjóða til málþings fimmtudaginn 12. september kl. 9-10.30 í sal Norræna hússins. Málþingið er haldið í samstarfi við Þórhildi Fjólu Kristjánsdóttur, orku- og umhverfisverkfræðing og Sigurpál Ingibergsson, sérfræðing í sjálfbærniskýrslum.
Loftslagsváin er ein stærsta áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag. Við erum á krossgötum þar sem ákvarðanir okkar munu ákvarða framtíð jarðarinnar og komandi kynslóða. Fyrirtæki hafa mikilvægu hlutverki að gegna í baráttunni gegn loftslagsvánni og á málþinginu ræðum við m.a. hlutverk og ábyrgð fyrirtækja, hvernig þau geta sýnt gott fordæmi og náð nauðsynlegum árangri í loftslagsmálum. Sérstaklega verður fjallað um efnahagslega hvata sem öflugt stjórntæki til að knýja fram nauðsynlegar breytingar til að tryggja bjarta og sanngjarna framtíð fyrir öll.
Aðalerindi viðburðarins verður flutt af Jesper Sölver Schou, fagstjóra hjá Loftslagsráði Danmerkur en Danmörk hefur náð miklum árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Dagsetning: 12. september
Tími: 9:00-10:30. Boðið er upp á morgunkaffi frá kl. 8:30.
Staðsetning: Norræna húsið
Aðgangur: Ókeypis
Dagskrá:
Setning málþings og stóra myndin - Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands
Ábyrgð stórfyrirtækja: Hagrænir hvatar til að draga úr hamfarahlýnun - Sigurpáll Ingibergsson, Hellnasker hugveita
Danish experiences with reducing emissions and emission taxation - Jesper Sölver Schou, fagstjóri hjá Loftslagsráði Danmerkur
Skattahvatar, skýrslugerð og skýr stefna - Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brim hf.
Pallborðsumræður:
Hulda Steingrímsdóttir, leiðtogi sjálfbærnimála hjá PWC
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur, BSRB
Stefán Kári Sveinbjörnsson, Sjálfbærnisérfræðingur hjá Festi
Þóra Jónsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Advania
Fundarstjóri: Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands
Pallborðsstjóri: Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Öll velkomin!