Header Paragraph

Lokadagur Snjallræðis 15. desember

Image

Taktu 15. desember frá fyrir lokadag Snjallræðis 2023!

Á þessari uppskeruhátíð munu teymin sem hafa tekið þátt í Snjallræði síðustu 16 vikur kynna hugmyndir sínar og afrakstur síðustu mánaða.

Þetta er frábært tækifæri til að kynnast frumkvöðlum sem brenna fyrir því að leita lausna á aðkallandi áskorunum samtímans.

Markmið vaxtarýmisins Snjallræðis, sem nú er haldið í fimmta sinn, er að styðja við nýsköpunarteymi sem vilja láta gott af sér leiða og stuðla að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Þungamiðja Snjallræðis eru vinnustofur á sviði nýsköpunnar og hönnunarhugsunar sem haldnar eru í samstarfi við MITdesignX og Svöfu Grönfeldt.

Dagskrá

  • 13:00 Opnunarorð Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunnar Háskóla Íslands og Oddur Sturluson, verkefnisstjóri Snjallræðis
  • 13:05 Opnunarerindi Svafa Grönfeldt, ein af stofnendum MITdesignX
  • 13:10 Lokakynningar sprotafyrirtækjanna: Bragðlaukaþjálfun, Co-living Iceland, Eldrimenntun, Fine Foods Íslandica, Jafningjahús, Opni leikskólinn Memmm, Sjö þrepa kerfið, Weave Together Foundation
  • Pallborð Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, Haukur Hafsteinsson, yfirverkfræðingur hjá Marel og Edda Konráðsdóttir, stofnandi Iceland Innovation Week
  • 14:20 Ávarp og veiting viðurkenninga Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur
  • 14:45 Lokaorð Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Fundarstjóri Sveinn Kjarval, viðburðastjóri hjá Marel

Léttar veitingar verða í boði að dagskrá lokinni.

Við hvetjum þig til að skrá þig til að tryggja sæti.

Við hlökkum til að sjá þig á lokadegi Snjallræðis!