Header Paragraph

Loftlagskvíði - Hvernig lifum við með honum?

Image
Ísak Ólafsson

Komdu á hádegisfund Loftslagsleiðtogans og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun þann 25. janúar nk. kl. 12-13 þar sem við munum ræða um loftlagskvíða og leiðir til að lifa með honum. Fundurinn fer fram í stofu Odda 101 í HÍ og er hann ókeypis og öllum aðgengilegur.

Áhyggjur fólks og þá einkum ungs fólks af loftlagsbreytingum af mannavöldum hafa aukist mjög undanfarin ár. Þessar áhyggjur geta verið nýttar til að knýja fram breytingar í loftlagsmálum en þær geta einnig haft hamlandi áhrif á líf fólks og er þá oft talað um loftlagskvíða.

En loftslagskvíði raunverulegur? Geta áhyggjur af loftlagsbreytingum haft neikvæð áhrif? Hvað er hægt að gera til að sporna við loftlagskvíða? Hvernig tökumst við á við loftlagskvíða?

Við viljum sérstaklega hvetja háskólanema til að mæta, hlýða á erindin og taka þátt í fróðlegum og krefjandi umræðum.

Erindi:

  • Sverrir Norland, rithöfundur.
    Sverrir hefur sinnt margbreytilegum störfum á sviði bókmennta og lista. Ellefta bók hans, Stríð og kliður, vakti athygli fyrir persónulega nálgun að stórum málefnum samtímans: tækni, sköpun og loftslagsvánni.
  • Arnhildur Hálfdánardóttir, frétta- dagskrárgerðarmaður hjá RÚV.
    Arnhildur hefur fjallað töluvert um loftslagsmál og meðal annars gert hlaðvarpsþáttaraðirnar Loftslagsdæmið og Loftslagsþerapíuna.

Umræður:

  • Eydís Blöndal, ljóðskáld,
  • Katrín Sverrisdóttir, sálfræðingur hjá sálfræðiþjónustu Háskóla Íslands,
  • Úlfur Atli Stefaníuson, háskólanemi og loftlagsleiðtogi,
  • auk Sverris Norlands og Arnhildar Hálfdánardóttur.

Fundarstjóri: Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun.

Öll velkomin !

-----

Hvað er loftslagsleiðtoginn?

Loftslagsleiðtoginn er hreyfiafl sem hefur það að markmiði að fræða og valdefla einstaklinga í tengslum við umhverfis- og loftslagsmál. Stærsta verkefni Loftslagsleiðtogans er útivistar- og fræðslunámskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 18-25 ára sem felst í fræðslu, leiðangri og leiðtogaþjálfun - sjá: www.instagram.com/loftslagsleidtoginn
Loftslagsleiðtoginn hlaut styrk frá Loftslagssjóði 2021.

Mynd: Ísak Ólafsson, loftlagsleiðtogi.