Header Paragraph

Let the River Flow - frumsýning og samtal

Image
Let the river flow

Let the River Flow verður frumsýnd 12. október kl 19:00 í Bíó Paradís í samstarfi við Norska Sendiráðið á Íslandi, BIODICE, Hátíð Líffræðilegrar fjölbreytni, Náttúruminjasafn Íslands, RIKK - Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands og Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands.

Að sýningu lokinni og eftir umræðurnar verður boðið upp á léttar veitingar í boði norska sendiráðsins á Íslandi.

Ester er ungur Sami og sem á við togstreitu að stríða, hvort á hún að standa með sínu fólki eða fela uppruna sinn í norsku samfélagi? Þegar Samar mótmæla raski á þeirra landi – áformum um stífluvirkjun, þarf Ester að gera upp hug sinn.

Myndin hlaut bæði áhorfendaverðlaun og gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg 2023, stærstu kvikmyndahátíð Norðurlanda. Myndin hlaut einnig áhorfendaverðlaunin 2023 á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tromsö.

Tønnes Svanes frá Norska Sendiráðinu á Íslandi mun ávarpa gesti fyrir sýninguna.

Eftir myndina munu fara fram umræður þar sem umræðuefnið er
líffræðileg fjölbreytni, loftslag og réttindi frumbyggja. Umræðurnar fara fram á ensku.

Þátttakendur:

Ole Martin Sandberg, doktor í heimspeki, kennir umhverfissiðfræði við Háskóla Íslands og situr í framkvæmdastjórn samstarfsvettvangs um líffræðilega fjölbreytni á Íslandi, BIODICE ásamt því að vera sérfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands. Hann mun fjalla um mikilvæg tengsl frumbyggjaréttinda, náttúruverndar og loftslagsaðgerða.

Sigríður Guðmarsdóttir, doktor í guðfræði, er dósent í kennimannlegri guðfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi prófastur í Noregi. Hún mun fjalla um nauðsyn sátta og nýlendustefnu á Norðurlöndum, sérstaklega varðandi Sama.

Sólveig Ásta Sigurðardóttir, doktor í enskum bókmenntum, er nýdoktor við RIKK – þar sem hún stundar rannsóknir á afnýlenduvæðingu en hún mun fjalla um rannsóknir sínar.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni BIODICE, Bíó Paradís, Norska Sendiráðsins á Íslandi, RIKK - Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um BIODICE og hátíðina á www.biodice.is.