Header Paragraph

Kynningarfundur Snjallræðis 2023

Image
Auglýsing um Snjallræði

Ert þú með góða hugmynd sem bætir samfélagið? Þá er Snjallræði eitthvað fyrir þig!

Öll velkomin á kynningarfund um vaxtarýmið Snjallræði í Grósku hugmyndahúsi, þriðjudaginn 15. ágúst frá kl. 12:00 – 13:00

Á fundinum mun Svafa Grönfeldt kynna MIT DesignX og samstarfið við Snjallræði. Alma Dóra Ríkarðsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Heima og Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace, munu segja frá reynslu sinni af þátttöku í Snjallræði. Þá mun Bergur Ebbi ræða mikilvægi nýsköpunar fyrir framtíðina.

Smelltu hér til að skrá þig á kynningarfundinn

Nánari upplýsingar um Snjallræði má finna á vef Alþjóðamálastofnunar HÍ.