Header Paragraph
HÍ og sjálfbærni: Fundur með rektorsframbjóðendum
Síðastliðinn fimmtudag buðu Sjálfbærninefnd Háskóla Íslands, Sjálfbærnistofnun og umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ til opins fundar með rektorsframbjóðendum til að ræða sjálfbærnimál og áherslur þeirra í þeim efnum.
Á fundinum svöruðu frambjóðendur meðal annars spurningunni: „Hver verða forgangsverkefni þín á sviði sjálfbærni innan Háskóla Íslands?“ Þetta leiddi af sér líflegar umræður um framtíð sjálfbærni innan skólans.
Við þökkum kærlega fyrir gott og mikilvægt samtal og hlökkum til áframhaldandi samvinnu í átt að sjálfbærari framtíð!
Hægt er að horfa á upptöku frá fundinum hér.