Header Paragraph

HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi

Image
HÍ og heimsmarkmiðin: Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi

Háskóli Íslands, í samvinnu við Sjálfbærnistofnun HÍ, hrindir af stað nýrri lotu í viðburðaröð um brýnustu verkefni og áskoranir sem þjóðir heims standa frammi fyrir. Viðburðaröðin er haldin í samstarfi við forsætisráðuneytið.

Í þetta sinn er sjónum beint að heimsmarkmiði 16 um frið og réttlæti sem fjallar m.a. um að draga skuli verulega úr hvers kyns ofbeldi. 

Dagsetning: 27. nóvember
Tími: 12:00-13:30. Boðið er upp á létt snarl frá kl. 11:30.
Staðsetning: Hátíðasalur Háskóla Íslands
Aðgangur: Ókeypis

Dagskrá:
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, opnar viðburðinn.

Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ, flytur erindið „Ofbeldi ungs fólks: Þróun, áhættuþættir og fyrirbyggjandi aðgerðir.“

Pallborð:

  • Anna Rut Pálmadóttir, deildarstjóri stoðþjónustu hjá Hraunvallaskóla
  • Funi Sigurðsson, framkvæmdarstjóri meðferðasviðs hjá Barna- og fjölskyldustofu
  • Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
  • Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheill
  • Thelma Lind Árnadóttir, fulltrúi barna og ungmenna í Sjálfbærniráði og situr í barna- og ungmennaráði heimsmarkmiðanna.

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar HÍ, eiga samtal um stöðu og þróun mála tengdu ofbeldi meðal barna og ungmenna.

Fundarstjóri er Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar HÍ.

Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Upptöku af viðburðinum má finna á: https://vimeo.com/1031573087

Um viðburðarröðina:
Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa samþykkt að innleiða sautján heimsmarkmið sem takast á við stærstu verkefni samtímans. Mikilvægt er að sérfræðiþekking og rannsóknir nýtist til lausnar á þeim viðamiklu verkefnum sem heimsmarkmiðin lýsa og einfaldi samfélögum að takast á við víðtækar áskoranir.

Eitt heimsmarkmið verður tekið fyrir í hverri viðburðalotu þar sem öflugum fræðimönnum, frá öllum fræðasviðum Háskóla Íslands, verður teflt fram til að kryfja og ræða markmiðin, vandamálin og áskoranirnar sem þeim tengjast frá sem flestum hliðum. Háskóli Íslands einsetur sér að þekkingarsköpun og rannsóknir við skólann hafi víðtæk áhrif.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Þau fela í sér fimm meginþemu sem eru mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf.

Nánari upplýsingar um fyrri viðburði í viðburðarröðinni má finna á https://www.hi.is/haskolinn/haskolinn_og_heimsmarkmidin