Header Paragraph

Heimildamynd NORDRESS um náttúruhamfarir á Norðurlöndum

Image
Eldgos

Ársfundur NORDRESS var haldinn í Kaupmannahöfn 21. nóvember 2019 og var með óvenjulegu sniði.

Auk hefðbundinna kynninga á stöðu verkefna og fjármála, var tíminn helgaður undirbúningi á gerð heimildamyndar um náttúruhamfarir á Norðurlöndum, sem verkefnisstjórnin hefur fengið heimild NordForsk til að láta gera. Það verður eins konar lokaafurð þessa 5 ára samstarfsverkefnis.

Fjallað verður um náttúruhamfarir í breiðu samhengi, en verkefna NORDRESS getið þar sem það á við. Myndin er ætluð til sýninga í norrænum sjónvarpsstöðvum og mun Þóra Arnórsdóttir stýra verkefninu sem framleitt verður af Task4Media.

Image
Eldgos