Header Paragraph

Hátíð sjálfbærni 6. desember

Image
Gæsir í Vatnsmýri

Sjálfbærnistofnun HÍ stendur á tímamótum og boðar til málþings í hátíðarsal Háskóla Íslands miðvikudaginn 6. desember kl. 14-16 þar sem fjallað verður um sjálfbærni frá ýmsum hliðum og fjölbreytt verkefni verða kynnt. Leitast verður við að svara ýmsum spurningum. Hvar stöndum við þegar kemur að sjálfbærni? Hver eru brýnustu verkefnin? Hvers vegna er mikilvægt fyrir HÍ að vera leiðandi í sjálfbærni?

Streymt verður frá málþinginu hér: https://livestream.com/hi/hatidsjalfbaerni

Dagskrá:

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, setur málþingið.

Sjálfbærnistofnun – Saga og helstu verkefni: Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður.

NORDRESS, norrænt öndvegissetur um náttúruvá og öryggi samfélaga: Guðrún Pétursdóttir, prófessor emeritus og fyrrverandi forstöðumaður.

Ávarp frá formanni sjálfbærninefndar HÍ: Ólafur Ögmundarson, dósent við Matvæla- og næringarfræðideild.

Kynning á nýrri sjálfbærniskýrslu HÍ: Lára Hrönn Hlynsdóttir og Ásdís Björk Gunnarsdóttir, verkefnisstjórar Sjálfbærnistofnunar, og Sólrún Sigurðardóttir, verkefnisstjóri á Framkvæmda- og tæknisviði HÍ.

Pallborðsumræður um sjálfbærni: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri Lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis, Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi sjálfbærrar þróunar hjá forsætisráðuneytinu, Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði HÍ. Pallborðsstjóri er Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar.

Fundarstjóri er Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki.

Boðið verður upp á léttar veitingar á Litla torgi HÍ að málþingi loknu.

Öll velkomin.