Föstudaginn 17. september verður beint streymi frá áhugaverðu málþingi um líffræðilega fjölbreytni. Að málþinginu standa umhverfis- og auðlindaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið í samstarfi við Stofnun Sæmundar fróða.
Markmið málþingsins er annars vegar að varpa ljósi á stöðu og þróun lífríkis lands og hafs. Hins vegar er markmiðið að draga fram ýmsar hliðar líffræðilegrar fjölbreytni sem ekki endilega blasa við, s.s. tengsl við lýðheilsu, náttúruvernd og endurheimt vistkerfa, loftslagsbreytingar, miðlun þekkingar og hvernig líffræðileg fjölbreytni er grundvöllur atvinnugreina eins og sjávarútvegs og landbúnaðar en einnig ýmiskonar líf- og erfðatækni og nýsköpunar á ýmsum sviðum.
Dagskrá:
9:00 Ávarp frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra
Hugvekja frá ungu kynslóðinni, Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna
9:20 Líf á landi elds og ísa – um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi Snorri Sigurðsson, Náttúrufræðistofnun Íslands
9:40 Kíkt undir yfirborðið – líffræðileg fjölbreytni í hafi, Steinunn Hilma Ólafsdóttir, Hafrannsóknarstofnun
Kaffihlé
10:15 - 10:55 Fimm örerindi – ólík sjónarhorn
Líffræðileg fjölbreytni og lýðheilsa
Ásthildur Knútsdóttir, Heilbrigðisráðuneytið
Líffræðileg fjölbreytni – mikilvægi verndar og endurheimtar vistkerfa
Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslan
Líffræðileg fjölbreytni lands og loftslagsbreytingar – beinar og óbeinar ógnir
Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Háskóli Íslands
Líffræðileg fjölbreytni – miðlun þekkingar
Skúli Skúlason, Náttúruminjasafn Íslands
Afhverju skiptir líffræðileg fjölbreytni máli í þörungarækt og líftækni? Tryggvi Stefánsson, Algalíf
11:00-11:50 Pallborðsumræður
11:50 Lokaorð
Fundarstjóri: Ilmur Kristjánsdóttir