Header Paragraph

Dr. Guðrún Pétursdóttir hlýtur heiðursviðurkenningu FHK

Image
Guðrún Pétursdóttir hlýtur heiðursviðurkenningu Félags háskólakvenna

Félag háskólakvenna veitti Dr. Guðrúnu Pétursdóttur heiðursviðurkenningu félagsins fyrir framlag hennar til rannsókna og vísinda og fyrir að vera einstök fyrirmynd og brautryðjandi. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, bauð félagskonum til móttöku í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og fór afhending viðurkenningarinnar fram þar.

Guðrún sem er dósent í fósturfræði og lífeðlisfræði við Hjúkrunarfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands hefur verið framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða frá 2005. Guðrún er með doktorsgráðu í taugalíffræði frá háskólanum í Osló, MA-gráðu í lífeðlisfræði frá Oxford-háskóla og BA-gráðu í sálarfræði frá Háskóla Íslands. Guðrún tók við viðurkenningunni úr hendi mennta- og menningarmálaráðherra.