BEFoRE
BEFoRE
Benefits from Restoration (BEFoRE) er 3 ára þverfaglegt og alþjóðlegt verkefni sem Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands vinnur í samstarfi við Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (International Union for Conservation of Nature, IUCN) og Háskólann í Sao Paulo í Brasilíu.
Í verkefninu er unnið við að meta félagslegan og vistfræðilegan árangur vistheimtar (endurheimt vistkerfa) á Íslandi og í Brasilíu og tengir saman félagslega þætti við endurheimt vistkerfa, líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og sjálfbærni. Einnig er leitað svara við því hvernig unnt er að nýta þá þekkingu sem kemur út úr verkefninu til að t.d. skala upp endurheimtarverkefni á heimsvísu.
Guðrún Guðjónsdóttir, doktorsnemi hjá Sjálfbærnistofnun, vinnur að verkefninu undir leiðsögn Dr. Thamar Heijstra, prófessors við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Dr. Kristínar Svavarsdóttur, plöntuvistfræðings við Landgræðsluna og Hafdísar Hönnu Ægisdóttur, forstöðumanns Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands.